Glacier Journey og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Markmið okkar hjá Glacier Journey er að fyrirtækið sé með langtímasýn og skýr markmið í allri umgengni og framkomu. Að eigendur og starfsmenn séu vel upplýstir um samfélagslega ábyrgð og vinni markvisst að því að ná sem allra bestum árangri í sinni vinnu.
Ýttu hér til að lesa meira um umhverfis- og öryggisstefnu Glacier Journey.

Við hjá Glacier Journey viljum vinna fyrir betri heim og styðjumst við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem var gefið út af Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Við viljum vinna með þessi markmið meðal annars í með því að vinna á móti fátækt, misrétti, loftslagsbreytinga og umhverfisrýrnunar.

ENGIN FÁTÆKT

Þó að nýjustu mælingar sýna að Ísland sé með minnsta fátækt meðal Evrópuþjóða býr ákveðinn hópur fólks á Íslandi enn við efnislegan skort og fátækt. Þar sem eitt af megin skrefum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir, er það mikilvægt að hafa það að leiðarljósi við innleiðingu fyrsta markmiðsins um að útrýma fátækt á Íslandi.

Helstu áskoranir á Íslandi þegar það kemur að fátækt er að;

  • Styrkja stöðu fólks sem stendur höllum fæti, með sérstakri áherslu á börn.
  • Útrýma launamun, meðal annars á grundvelli þjóðernisuppruna.

Markmið okkar hjá Glacier Journey næstu 5 árin eru að; 

  • Styrkja fátæk börn og ungmenni til náms, bæði innanlands sem utanlands.
  • Halda núverandi ástandi í fyrirtækinu þar sem það er enginn launamunur vegna kyns né þjóðernis. 

GÓÐ ATVINNA OG HAGVÖXTUR

Til að geta komast hjá fátækt er mikilvægt að tryggja atvinnu. Það er samt ekki nóg, heldur þarf lika að tryggja að sjálfbær hagvöxtur sé til staðar og að samfélagið skapi aðstæður þar sem fólk getur unnið störf á mannsæmandi launum. Mikilvægt er lika að þessi störf skaði ekki umhverfið.

Helstu áskoranir á Íslandi þegar það kemur að góð atvinna og hagvöxtur eru; 

  • Draga úr langtíma atvinnuleysi.
  • Efla stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu. 
  • Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag. 
  • Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu.

 Markmið okkar hjá Glacier Journey næstu 5 árin eru; 

  • Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag.
  • Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu. 

NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING

Þar sem Ísland er eitt dreifbýlasta land Evrópu er það mjög krefjandi verkefni að byggja upp og viðhalda innviðum. Einnig hefur bæði íslenskt veðurfar og tiltölulega fáar hendur að dreifa kostnaði á milli áhrif á ferlið.
Innviðir rannsókna, þróunar og nýsköpunar á Íslandi eru þó almennt góðir. Góður stuðningur er við frumkvöðlastarf og starfið er þróttmikið.
Eitt markmið á Íslandi næstkomandi ár er að jafna tækifæri allra landsmanna þegar það kemur að atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt, sérstaklega við svæði sem búa við langverandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
Allir þættir innviða, einnig framleiðsluferli, eru í stöðugri þróun á Íslandi en styrkja þarf enn betur frumkvöðlastarfsemi og afrakstur þess svo hann leiði enn frekar til stofnunar nýrra fyrirtækja og möguleika.

Helstu áskorarnir á Íslandi þegar það kemur að nýsköpun og uppbyggingu eru;

  • Nýsköpun í öllum atvinnugreinum. 
  • Efla vísindarannsóknir.
  • Efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu. 

Markmið okkar hjá Glacier Journey næstu 5 árin eru;

  • Efla og standa fyrir nýsköpun í fyrirtækinu. 
  • Styrkja vísindarannsóknir .

ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA

Sjálfbær og skilvirk nýting náttúruauðlinda og orku eru grunnsteinar fyrir okkar ábyrgð gagnvart neyslu og framleiðslu. Með því að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði við nýtingu orku og náttúruauðlinda styrkist samkeppnishæfni og fátækt minnkar.
Áhersla þarf að vera lögð á að bæta nýtingu og umgengni við auðlindir landsins, draga úr matarsóun og losun gróðurhúsalofttegunda og að tryggja örugga efna- og úrgangsstjórnun. Einnig þarf að tryggja sjálfbæra framleiðslu og með því sjálfbæra neyslu.
Þar sem þróun ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið mjög hröð undanfarin ár er mikilvægt að samhliða tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og vernda auðlindir. Það þarf að vernda náttúru með bættum innviðum á ferðamannastöðum, dreifa ferðamönnum víðar um landið og yfir allt árið. Auk þess þarf að auka öryggi og stuðla að ábyrgri ferðahegðun.

Helst áskorarnir á Íslandi þegar það kemur að ábyrgri neyslu og framleiðslu eru;

  • Minnka neyslu, draga úr matarsóun og minnka þar með vistspor Íslendinga. 
  • Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar.  
  • Ferðaþjónusta í sátt við náttúru og samfélag. 

 Markmið okkar hjá Glacier Journey næstu 5 árin eru; 

  • Draga markvisst úr óþarfa neyslu. 
  • Auka enn frekar hringrásarhugsun og hegðun. 
  • Að fyrirtækið sé í fullri sátt við náttúruna og sé eins sjálfbært og mögulegt er. 

SAMVINNA UM MARKMIÐIN

Til að geta náð heimsmarkmiðunum þarf að efla innlent en einnig alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og mikilvægt að öll ríki uppfylli skyldur sínar.
Fátækt er ein stærsta áskorun mannkynsins og er það mjög mikilvægt að endir skuli bundinn á hana.
Önnur stór áskorun er að stuðla að þekkingarmiðlun og að dreifa umhverfisvænni tækni til þróunarlanda. Einnig þarf að efla viðskiptatengsl og auka fjárfestingar í þróunarlöndum, til dæmis með því að minnka viðskiptahindranir fyrir þróunarlönd og auðvelda þeim að koma vörum á markað.
Samstarf margra aðila er nauðsynlegt til að geta náð heimsmarkmiðunum, eins og samstarfsverkefni á sviði umhverfismála og samstarf vegna heilsueflandi samfélags.

Helstu áskorarnir á Íslandi þegar það kemur að samvinnu um markmiðin eru;

  • Að framlög Íslands til þróunar samvinnu nemi 0,7% af vergum þjóðartekjum í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna. 
  • Auknar fjárfestingar einkaaðila sem stuðla að sjálfbærni.

 Markmið okkar hjá Glacier Journey næstu 5 árin eru; 

  •  Að vinna náið með stjórnvöldum, Vatnajökulsþjóðgarði og öðrum fyrirtækjum í Austur-Skaftafellssýslu að þessu verkefni.