STEFNA OG ÁHERSLUR

UMHVERFISSTEFNA

Við hjá Glacier Journey viljum deila ástríðu okkar og virðingu fyrir náttúru Íslands og á sama tíma búa til ógleymanlega ferðir fyrir okkar gesti. Náttúra Íslands er einstök en viðkvæm. Við viljum stuðla að því að viðhorf til náttúrunnar sé fyrst og fremst virðing og leggja áherslu á að hálendið haldist sem mest ósnortið svo að kynslóðir framtíðarinnar geti einnig notið þess.

Þó að Glacier Journey sé þegar vottað samfélagslega ábyrgt ferðaþjónustufyrirtæki reynum við alltaf að bæta okkur og gera betur. Við trúum því að ef fyrirtæki eins og okkar vill þrífast, þarf það að gerast í sátt við náttúruna og við samfélagið. Við reynum alltaf að versla við heimamenn og fyrirtæki í heimabyggð til að tryggja örugga framleiðslu og réttindi starfsmanna. Glacier Journey aðstoðar einnig með sjálfboðaliðastörf í heimabyggð og gefur til ýmissa hjálpar- og góðgerðarsamtaka.

 • Við slökkvum á ljósum og á búnaði sem ekki er í notkun.
 • Við notum sparperur í húsnæði okkar eins og kostur er.
 • Við notum orkusparandi búnað eftir því sem unnt er og kaupum orkusparandi tæki þegar komið er að því að skipta út.
 • Við notum hreyfinema fyrir lýsingu þar sem við á.
 • Við látum ekki vatn renna þegar við erum ekki að nota það.
 • Við notum vatnssparandi uppþvottavélar/þvottavélar.
 • Við notum vatnssparandi salerni.
 • Við flokkum sorp og drögum úr úrgangi.
 • Við bjóðum viðskiptavinum okkar að flokka úrgang.
 • Við kaupum skiptum við prentsmiðjur með viðurkennda umhverfisvottun.
 • Við prentum á umhverfisvottaðan/endurnýtanlegan pappír.
 • Við kaupum vörur úr heimabyggð, eftir því sem verður við komið.
 • Við notum skammtara fyrir snyrtivörur á snyrtingum fyrirtækisins.
 • Við notum endurnýtanlegt í stað einnota þar sem mögulegt er.
 • Við kaupum vörur frá framleiðendum sem bjóða upp á umhverfisvænar og endurvinnanlegar umbúðir, þar sem því verður við komið.
 • Við gefum hlutfall af hagnaði fyrirtækisins/tíma okkar/tíma starfsfólks til náttúruverndar og/eða samfélagsverkefna.
 • Við styðjum við svæðisbundin samtök og verkefni.
 • Við kaupum handverk/listaverk sem framleidd eru í heimabyggð eins og kostur.
 • Við umgöngumst spilliefni og önnur mengandi efni varlega og gætum þess að þeim sé ávallt skilað á réttan stað.
 • Við setjum ekki mengandi úrgang í niðurföll eða afrennsli.
 • Við þrífum ökutæki fyrirtækisins á sérstökum þvottaplönum þar sem hreinsiefni fara ekki út í náttúruna.
 • Við leitumst við að nota visthæf og sparneytin ökutæki.
 • Við látum stilla og yfirfara ökutæki fyrirtækisins reglulega til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengandi efna.
 • Við virðum reglur fyrirtækisins um lausagang ökutækja.
 • Við styðjum við menntun starfsmanna.
 • Við styrkjum börn og ungmenni víða um veröld til náms
 • Við styðjum við fjölmörg samfélagsverkefni
 • Við kolefnisjöfnum alla okkar eldsneytisnotkun
 • Við erum sífellt að leita að leiðum til bæta fyrirtækið

ÖRYGGISSTEFNA

Fallastakkur/Glacier Journey ehf hefur mótað öryggisstefnu og sett sér markmið til að tryggja að öryggi og þægindi farþeganna sé ávallt í fyrirrúmi.  Allur búnaður sem notaður er í ferðum á vegum fyrirtækisins sé í fullkomnu lagi og er yfirfarinn reglulega.

BÍLSTJÓRINN:

Bílstjórinn er fyrst talinn upp þegar öryggi er annars vegar. Öllu máli skiptir að hafa gott og traust  fólk, sem geta tekið á hvaða aðstæðum sem er.
Glacier Journey leggur mikla áherslu á að allir bílstjórar fá góða þjálfum í akstri við krefjandi aðstæður.

FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD:

Á verkstæði okkar starfa þaulvanir menn sem sjá um allt viðhald. Lagt er kapp á að viðhald sé fyrirbyggjandi og er haldin skrá yfir snjósleða og bíla til að hafa sem besta yfirsýn.  Áhersla er lögð á að bílar séu ávallt rétt útbúnir miðað við aðstæður til dæmis að hjólbarðar séu í samræmi við færð.

Áhersla er lögð á að allur annar búnaður sem nauðsynlegur er í ferðum sé í fullkomnu lagi.

ÖRYGGISBELTI:

Í öllum okkar bifreiðum eru öryggisbelti í öllum sætum annað hvort tveggja eða þriggja punkta belti.

Að auki eru sætispullur fyrir yngstu farþegana og barnabílstólar þegar það á við.

ÖRYGGISMÁL:

Okkar markmið með þessari stefnu er að vinna markvisst að því að öryggi verði í hávegum haft og óhöpp eins fá og takmörkuð sem frekast er unnt.

Annað hvert ár er haldið öryggis- og umhverfisnámskeið fyrir bílstjóra þar sem farið er ítarlega í þessa málaflokka.

Allir starfsmenn og verktakar eru með fullgilt skyndihjálparnámskeið og eða WFR námskeið og Jökla 1-3.

Allir starfsmenn og verktakar hafa meðferðis, í öllum ferðum á vegum fyrirtækisins, vhf og tetra stöðvar sem eru vaktaðar af Neyðarlínunni og skrifstofu Glacier Journey.

FALLASTAKKUR/GLACIER JOURNEY LEGGUR ÁHERSLU Á:

Fræðslu og þjálfun starfsmanna og verktaka er varðar aðbúnað og öryggi.
Að allar bifreiðar fyrirtækisins séu alltaf í fullkomnu lagi.

Fræðslu og þjálfun starfsmanna og verktaka er varðar akstur á jöklum og í snjó.

Fræðslu og þjálfun starfsmanna og verktaka er varðar umgengni við náttúruna.

Fræðslu til gesta fyrirtækisins um náttúruna og umgengni, sérstaklega á viðkvæmum svæðum.
Samráð við alla starfsmenn fyrirtækisins og virkri þátttöku þeirra til að viðhalda lifandi öryggismenningu með það að markmiði að eyða hættum og draga úr hættu á slysum og óhöppum.

Að skrá öll slys, óhöpp og næstum því slys.