OKKAR FERÐIR

SNJÓSLEÐAFERÐ

Stórkostlegt ferðalag í um það bil 900 metra hæð, inn á jökulinn. Leiðin liggur að Brókarbotnstindi sem er í um 1400 metra hæð og ef veðurguðirnir eru með okkur þá er útsýnið stórfenglegt til allra átta.

SNJÓSLEÐAFERÐ Í KVERKFJÖLL

8 klukkustunda sérpöntuð ferð til norðanverðs Vatnajökuls og í Kverkfjöll fyrir fólk sem er vant að keyra snjósleða.

ILLIKAMBUR LÓNSÖRÆFI

Lónsöræfi er tilvalið fyrir gönguferðum og við bjóðum upp á akstur til og frá Illakambi á breyttum bílum.
Lónsöræfi er eitt af stærstu verndarsvæðum landsins og er friðlýst svæði. Hæsti tindur er Grendill en hjá Illakambi eru fullt af háum fjallgörðum.

JEPPAFERÐ

Ferðalag á breyttum jeppum á Vatnajökli. Ferðin byrjar í um það bil 900 metra hæð inn á jöklinum og leiðin liggur að Grjótbotni sem er í um 1000 metra hæð.

JEPPAFERÐ SVARTAR STRENDUR

Komdu með í jeppaferðina okkar um svartar strendur Suðurfjara. Við munum sjá rústir fyrsta flugvallar svæðisins og Hvanneyjarvita.

Þú færð að sjá eina erfiðustu innsiglingu Íslands. Þar eru forvitnir selir sem fylgjast grannt með okkur á meðan við njótum útsýnisins og fjallahringsins.

Að lokum keyrum við svo upp að mögnuðu jökullóni við Heinabergsjökul eða Fláajökul. Þar eru oft stórar hreindýrahjarðir sem við gætum séð á leið okkar upp að lóninu.

ÍSHELLAFERÐ

Stórkostleg ferð sem byrjar á Jökulsárlón þar sem farið er á breyttum bílum að íshellinum. Þetta er einstök ferð fyrir alla sem vilja kanna íshella í einum stærsta jökli Evrópu.

LÚXUS JEPPAFERÐ

Ferðalag á breyttum jeppa á Vatnajökli. Ferðin verður sérsniðin eftir ykkar hugmyndum og óskum í samráði við okkur og okkar reynsla af svæðinu.