FERÐIRNAR OKKAR
Við hittumst í veitingastaðnum í Flatey, kynnumst hvert öðru, tölum um hvernig kennslunni er háttað, fórum yfir hvernig skíðabúnaður virkar svo allir hafi sinn búnað tilbúinn og hvað við viljum sjá nemendur geta eftir námskeiðið. Þeir nemendur sem koma með sinn eigin búnað fara yfir sinn búnað með kennurum til að vera viss um að allt sé rétt still og virki vel.
Við hittumst í Flatey á Mýrum sem er eitt stærsta kúabú landsins, afar fullkomið og glæsilegt hvar sem litið er. Í Flatey er notalegur veitingastaður sem býður uppá veitingar af ýmsu tagi og á vægu verði. Einnig er hægt að skoða yfir fjósið og kynnast ögn lífinu í sveitinni. Í Flatey fær fólk hlífðarfatnað og er undirbúið fyrir ferðalagið á jökulinn.
Í um það bil 900 metra hæð byrjar svo stórkostlegt ferðalag inná jökulinn,leiðin liggur að Brókarbotnstindi sem er í um 1400 metra hæð ef veðurguðirnir eru með okkur þá er útsýnið stórfegnlegt til allra átta.
Má þar helst telja Hvannadalshnúk, Mávabyggðir og Esjufjöll