UM OKKUR

Glacier Journey
Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er í eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn i Hornafirði.
Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.
Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.
Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshellaferðir eða í jöklaferðir.
Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum í aðstöðuhúsi sínu við Hótel Smyrlabjörg, sem er 34 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul og annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.
Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum og fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.



Gulli
Leiðsögumaður og eigandi
Gulli er með yfir 30 ára reynslu af snjósleða og ferðir á jökli. Hann er bifvélavirki að mennt og vann sem slíkur þegar jöklaferðir voru bara áhugamál.
Í dag starfar hann sem bifvélavirki hjá Glacier Journey ásamt því að vera leiðsögumaður.
Gulli er fæddur og uppalinn í sveit við Mýrdalsjökul en býr í dag, ásamt Laufeyju, í Nesjasveit rétt hjá Höfn.

Laufey
Leiðsögumaður og eigandi
Laufey er leiðsögumaður með meira en 20 ára reynslu af jöklaferðum.
Hún er fædd og uppalin í sveit með útsýni yfir Ríki Vatnajökuls.
Þú munt aldrei vera vonsvikin/n þegar Laufey er nálægt og þú getur fullvissað þig um að hún lætur þig vita nákvæmlega það sem hún hugsar.
Þegar hún er upp á jökli er hún í essinu sínu og það er það sem hún gerir best.
Auk þess er hún besta mamman og amman.

Kári
Leiðsögumaður
Kári er fæddur og uppalinn á Íslandi en flutti til Austurríkis 23 ára gamall. Hann starfaði þar í 10 ár sem leiðsögumaður, meðal annars með rafting, kayaksiglingar á ánni Mur í Steiermark, SUP ferðir og fleira.
Kári býr nú á Höfn og starfar sem leiðsögumaður og bifvélavirki hjá Glacier Journey.
Kári hefur unnið við ferðaþjónustu nánast allt sitt líf og er því með mikla reynslu af fjalla- og jöklaferðum. Auk þess hefur hann lokið nám í Færni í ferðaþjónustu hjá Mímir símenntun, Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og sprungubjörgun.
Áhugamál Kára eru útivist, fjallgöngur, klettaklifur og motorsport.

Tinna Rut
Skrifstofa
Tinna Rut er yngsta dóttir Laufeyjar og Gulla.
Hún er 31 árs eiginkona og móðir.
Hún hefur langmestan hluta ævinnar búið á sveitabæjum og eftir að hún flutti að heiman þá keypti hún sér hús á sveitabæ. Hún elskar frelsið sem fylgir því að búa í sveitinni.
Hún hefur síðustu tíu árin unnið við málefni fatlaðs fólks á Höfn. Hún er félagsliði.
Tinna Rut sér aðallega um skrifstofustarfið hjá Glacier Journey, svarar tölvupóstum, heldur utan um bókanir og sér um heimasíðuna.

Stephan
Leiðsögumaður
Stephan er upprunalega frá Austurríki og lærði að skíða samtímis því að læra að labba. Siðan þá hefur hann aldrei misst af tækifæri að fara upp á fjall til að leika sér, og heldur því áfram eftir að hann flutti til Íslands 2013.
Auk þess að vera með áratuga reynslu af fjöllum, skíðum og snjósleðum tekur Stephan einnig mikinn þátt með Björgunarsveitinni og er búinn að fara í ýmis námskeið, eins og Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR), sprungubjörgun og fjallabjörgun.

Andrei
Leiðsögumaður
Andrei er leiðsögumaður með meira en 10 ára reynslu af fjalla- og jöklaferðum. Hann er ævintýramaður og finnst fátt betra en að vera í náttúrunni. Það er alltaf stuð þar sem Andrei er.
Andrei er einnig snjóbretta- og skíðakennari og er með margra ára reynslu af að kenna fólk á öllum aldri, sérstaklega börn.
Andrei er fæddur og uppalinn í Rúmeníu, umkringdur næstlengsta fjallgarðinum í Evrópu, Karpatafjöllinn. Hann býr í dag ásamt fjölskyldu sína á Hornafirði.
Andrei hefur farið í ýmis námskeið, eins og Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og sprungubjörgun.

Sveinn Snorri
Leiðsögumaður
Hann heitir Sveinn Snorri Sighvatsson en vinir hans kalla hann Sven. Því 23 stafir í nafni er bara of mikið.
Hann er uppalinn á Íslandi í kringum íslenska náttúru, fjöll og jökla.
Hann er mjög litríkur persónuleiki sem enginn gleymir.
Hann hefur verið leiðsögumaður í 23 ár og ferðast um Ísland þvert og endilangt – það er ekkert í ferðaþjónustu sem hann hefur ekki gert.
Hann er leiðbeinandi í ferða- og fjallamennsku, sprungubjörgun, snjóflóðabjörgun, þjálfun hunda og skyndihjálp sem er hans sérsvið.

Paul
Leiðsögumaður
Paul kom til Íslands 2016 frá Rúmeníu, þar sem hann ólst upp í nálægð við Karpatafjöllin. Hann elskar náttúruna og að búa í Ríki Vatnajökuls.
Hann er alltaf til í ævintýri og gott grín.
Paul er leiðsögumaður og hefur að auki lokið nokkrum námskeiðum, t.d. Wilderness First Responder og sprungubjörgun.