FAQ

Ertu með spurningu?

Ef þú ert með spurningar eða langar að fá fleiri upplýsingar, endilega heyrðu í okkur, annað hvort á info@glacierjourney.is eða í síma, +354 4781517.

Bjóðið þið upp á skutlþjónustu?

Við bjóðum því miður ekki upp á skutlþjónustu. Við hittumst alltaf á Base camp sem er Jökulsárlón um veturinn og Hótel Smyrlabjörg um sumarið. Ekkert mál er að komast að báðum stöðum, óháð farartæki.

Afbókunarreglur

Hjá okkur gildir 48 klukkustunda afbókunarregla. Þetta þýðir að ef ferðin er afbókuð af viðskiptavini með 48 klukkustunda, eða meira, fyrirvara er endurgreitt 90% af verðinu.
Ef ferðin er afbókuð með minna en 48 klukkustunda fyrirvara er engin endurgreiðsla.

Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, til dæmis vegna veðurs, þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.

 

Hvaða útbúnað skaffið þið fyrir ferðina?

Fyrir snjósleðaferðirnar erum við með kuldagalla, hanska, buff og hjálma. Við erum með stærðir frá 120cm upp í 4XL. Hjálmarnir sem við erum með eru sumir hverjir með GoPro festingum á sem þið getið notað. Við mælum með að þið komið með ykkar eigin hanska en ef þið eruð ekki með þá eigum við góða hanska handa ykkur.

 

Fyrir íshellaferðirnar erum við með hjálma og mannbrodda.

 

Fyrir Undraveröld jökulsins erum við með hjálma, mannbrodda, harness og ís-exi.

Í hverju á ég að klæðast?

Í snjósleðaferðum mælum við að þú klæðist í fötum sem eru þægileg og hlý. Gott er að vera í góðum skóm sem eru nokkurn veginn vatnsheldir. Við mælum með að koma með góða hanska og sólgleraugu.

Í íshella- og jöklaferðum mælum við eindregið með að þú klæðist í hlýtt og þægilegt innsta lag og hlýtt, þægilegt og vatnshelt milli- og ysta lag. Við mælum alls ekki með að klæðast í gallabuxum þar sem þær verða þungar, kaldar og óþægilegar þegar það er blautt.

Gott er að muna hvað eyjan okkar er með síbreytilegt veður og að mikilvægt er að vera vel undirbúin þar sem það munar stundum ekki mikils á milli sólskins og snjós.
Minna er í þessu tilefni ekki betra heldur áttu að stefna á það að í öllum aðstæðum vera hlýtt, þægilegt og að vera þurr.
Við mælum auk þess alltaf með að vera með sólgleraugu, bæði sumar sem vetur til.

Er hægt að bóka einkaferð hjá ykkur?

Það er minnsta mál! Sendu okkur tölvupóst á info@glacierjourney.is og við finnum út úr því.

Hvað þýðir “solo rider”?

Þegar þú kemur á snjósleða hjá okkur er meginreglan að það eru 2 saman á sleða. Ef þið viljið frekar vera ein/n á sleða þarf að haka í reitinn fyrir “solo rider”.

Ef þú ert að ferðast einn eða í hóp þar sem fjöldinn er oddatala (1-3-5 og svo framvegis), þarf að haka í “solo rider”, þar sem við pörum ekki saman fólk á milli hópa.

Lengd ferðar

Snjósleða- og jeppaferðir hjá okkur eru um það bil 3 klukkustundir og íshellaferðir um það bil 2,5 klukkustundir.
Ferðin Undraveröld íslenskra jökla er yfirleitt um það bil 5,5 klukkustundir.

Hvernig bóka ég ferð hjá ykkur?

Við mælum með að þú bókir í gegnum heimasíðuna okkar, www.glacierjourney.is/is

Ef þú ert með spurningar eða vilt bóka einkaferð, sendu okkur tölvupóst á info@glacierjourney.is

Þarf ég að keyra fjórhjóladrifinn bíll til að komast til ykkar?

Nei, þú þarft ekki að keyra á fjórhjóladrifnum bíl til að komast til okkar. Base camp (grunnbúðir) okkar eru aðgengilegar á alls kyns farartækjum. Frá Base camp keyrum við ykkur á breyttum bílum í allar ferðir.

 

Sumarvertíð og vetrarvertíð

Allar okkar ferðir eru háðar veðri og árstíðum og base camp (grunnbúðirnar) okkar breytast eftir því hvort það er sumar eða vetur.

Sumarið hjá okkur byrjar á bilinu mars og apríl. Nákvæmlega hvenær er háð bæði veðrinu en líka veðrinu vikurnar á undan. Ef þú átt ferð með okkur í kringum þetta tímabil látum við þig vita hvort það eru einhverjar breytingar. Sumarið hjá okkur endar í lok október.

Veturinn hjá okkur byrjar í kringum nóvember þegar hægt verður að fara í íshellana og endar í lok mars. Nákvæmar dagsetningar fyrir byrjun tímabils og endir þess eru háðar bæði veðrum og ástandi vega að íshellunum.

Hvar hittumst við?

Yfir sumarið hittumst við hjá Hótel Smyrlabjörgum þar sem við erum með móttöku. Hótel Smyrlabjörg er 46km vestan við Höfn og 34km austan við Jökulsárlón –  GPS hnitin 64.2173538,-15.7195644,17 –  Kort yfir svæðið.

Yfir veturinn hittumst við á bílastæðinu á Jökulsárlóni, hjá móttökunni okkar sem er merkt Glacier Journey. Kort yfir svæðið.

Hvað tekur langan tíma að keyra til ykkar ?

Að móttökunni okkar á sumrin – Hótel Smyrlabjörg

Frá Reykjavík tekur það um það bil 5 klst.

Frá Vík tekur það um það bil 3 klst.

Frá Skaftafelli tekur það um það bil 1 klst & 15 mínútur.

Frá Höfn tekur það um það bil 35 mínútur.

Takið eftir – þessir tímar eru gefnir upp miðað við góða færð og gott veður.

Fyrir færð á vegum vegagerdin.is og veðrið vedur.is

 

Að móttökunni okkar á veturnar – Jökulsárlón

Frá Reykjavík tekur það um það bil 4 klst.

Frá Vík tekur það um það bil 2 klst.

Frá Skaftafelli tekur það um það bil 50 mínútur.

Frá Höfn tekur það um það bil 1 klst & 10 mínútur.

Takið eftir – þessir tímar eru gefnir upp miðað við góða færð og gott veður.

Fyrir færð á vegum vegagerdin.is og veðrið vedur.is