Snjósleðaferð á Kverkfjöll
Kverkfjöll – eitthvert stærsta háhitasvæði landsins.
Snjósleðaferð á Kverkfjöll er frábært tækifæri sem til dæmis vinnustaðaferð eða ferð fyrir vinahópa.
Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) og eitthvert stærsta háhitasvæði landsins (10 km²) sem er staðsett í Hveradal, hátt uppi í hlíðum Vesturfjallanna (1800m).
Kverkin skilur hæstu fjöllin að og vestan við þau er Dyngjujökull, en Brúarjökull að austanverðu. Undan skriðjöklinum, sem mjakast niður Kverkina, streymir heit á um allt að 30 km löng ísgöng.
Kverkfjöllin eru hluti stórs eldvirks svæðis, sem hefur gosið nokkrum sinnum á sögulegum tímum án þess að vitað sé um hraunmyndanir tengdar gosunum. Líklega gaus þar í kringum 1930
ATH: Þessi ferð er ekki fyrir byrjendur eða þeir sem eru ekki vanir að keyra vélsleða.
Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.
ÞYNGDARTAKMÖRK
Sameinuð þyngd tveggja ferðamanna á einum snjósleða má ekki fara yfir 180kg. Ef ferðamennirnir eru yfir 180 kg samtals þá þarf að bóka sitthvorn sleðann.
Þetta er MJÖG mikilvægt fyrir öryggi við akstur snjósleðanna.
Fleiri upplýsingar
Hvenær
Þessi ferð er opin frá maí til september.
Lengd ferðar
Ferðin er um það bil 8 klukkustundir.
Hvað er innifalið?
Leiðsögn
Far frá og til móttöku okkar við Hótel Smyrlabjörg
Hjálm
Hlýr heilgalli
Vettlingar og andlitsskjól/buff
Athugið að nesti er ekki innifalið og við mælum eindregið með að fólk kemur með eigið nesti.
Upphafsstaður
Við hittumst í móttöku okkar sem er við Hótel Smyrlabjörg, 46 km vestan við Höfn og 34 km austan við Jökulsárlón.
GPS hnit 64.2173538,-15.7195644
Mæting í ferðir eru 30 mín fyrir brottför.
Verð
8 klukkustunda ferð, 165.000 kr á mann. Í þessari ferð er 1 á sleða.
Hvernig á að bóka?
Tekið er við öllum bókunum og svarað spurningum í tölvupósti á netfangið info@glacierjourney.is
SUMMER STAÐSETNING | BASE CAMP
Hótel Smyrlabjörg | Gps: 64.2173538, -15.7195644
SKILMÁLAR
- Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.
- Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
- Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir..
- Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
- Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
- Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
- Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
- Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
- Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
- Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.
- Ef að ökumaður eða farþegi snjósleða valda eignatjóni á sleðanum, þá er ökumaður sleðans ábyrgur og þarf því að greiða fyrir viðgerð á sleðanum.