Kverkfjöll – Snjósleðaferð

Útsýnisferð í Kverkfjöll þar sem við getum notið náttúru sem er einstök á heimsvísu.

Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli .Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) og eitthvert stærsta háhitasvæði landsins (10 km²) í Hveradal, hátt uppi í hlíðum Vesturfjallanna (1800m). Kverkin skilur hæstu fjöllin að og vestan við þau er Dyngjujökull, en Brúarjökull að austanverðu. Undan skriðjöklinum, sem mjakast niður Kverkina, streymir heit á um allt að 30 km löng ísgöng. Kverkfjöllin eru hluti stórs eldvirks svæðis, sem hefur gosið nokkrum sinnum á sögulegum tímum án þess að vitað sé um hraunmyndanir tengdar gosunum. Líklega gaus þar í kringum 1930.

Frábært tækifæri t.d sem vinnustaðaferð eða vinahópa. Fólk kemur með eigið nesti. Grunnverð er m/v 6 klst 60.000 kr á mann 1 á sleða, hver klst eftir það er 7500 kr pr sleða.

Upplýsingar

Min 4 – max 12 manns.

ATH: Þessi ferð er ekki fyrir byrjendur/alls óvana að keyra vélsleða. Frábært tækifæri t.d sem vinnustaðaferð eða vinahópa.

Ferðin er um það bil 6 til 8 klst og innifalið í verði er

 • Leiðsögn
 • Vélsleði
 • Hjálmur, hlýr heilgalli, vettlingar og andlitsskjól (buff ).

 

Tekið er við öllum bókunum í tölvupósti á netfangið : info@glacierjourney.is

WINTER LOCATION | BASE CAMP

The Glacier Lagoon | Gps: 64.048381, -16.179508

DISCLAIMER

 • Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.
 • Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
 • Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir..
 • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
 • Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
 • Ef að ferðin er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
 • Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunnar.
 • Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
 • Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
 • Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.
 • Ef að ökumaður eða farþegi snjósleða valda eignatjóni á sleðanum, þá er ökumaður sleðans ábyrgur og þarf því að greiða fyrir viðgerð á sleðanum.