Hvaða útbúnað skaffið þið fyrir ferðina?

 In

Fyrir snjósleðaferðirnar erum við með kuldagalla, hanska, buff og hjálma. Við erum með stærðir frá 120cm upp í 4XL. Hjálmarnir sem við erum með eru sumir hverjir með GoPro festingum á sem þið getið notað. Við mælum með að þið komið með ykkar eigin hanska en ef þið eruð ekki með þá eigum við góða hanska handa ykkur.

 

Fyrir íshellaferðirnar erum við með hjálma og mannbrodda.

 

Fyrir Undraveröld jökulsins erum við með hjálma, mannbrodda, harness og ís-exi.