UNDRAVERÖLD

ÍSLENSKRA JÖKLA

Langar þig að taka skref á stærsta jökull Evrópu?

Komdu með okkur hjá Glacier Journey að skoða undur Breiðamerkurjökuls, einn stærsta skriðjökul Vatnajökuls.

Ferðin byrjar hjá Jökulsárlóni, þar sem er farið á breyttum bílum að jöklinum.
Við skoðum umhverfi jökulsins, njótum útsýnið og förum þaðan inn í jöklinum og skoðum íshella og sprungur.
Reyndir leiðsögumenn sjá till þess að allir skemmta sér en mun um leið leiða ferðin og upplýsa um hegðun og náttúru jöklanna, ísgöngum og hvernig áhrif jöklanna hefur á umhverfið okkar.

Leiðsögumaninn útvegir allan öryggisbúnað (hjálmur og brodda) áður en ferðin hefst og fjörið getur byrjað.

Athugið að þessi ferð er frekar krefjandi og fólk þarf að vera í góðu formi þar sem það reynir vel á úthaldið.

Við mælum eindregið með því að þátttakendur fari vel yfir búnaðarlistann. Ef þáttakendur eru ekki nógu vel undirbúinn né klædd eftir veðri áskilur Glacier Journey sér rétt til að neita þátttöku í ferðinni, til að tryggja öryggi gesta og leiðsögumanna.

STAÐSETNING
Hjá Jökulsárlón – Glacier Lagoon 30 mínútur fyrir brottför
GPS Hnit 64.048096,-16.178778

Lengd: U.þ.b. 5,5 klukkustundir

Loading...

              Opið er fyrir undraveröld Íslenskra jökla á milli Nóvembers og Mars

Núna í boði með 10% afslætti.
Afsláttarkóðinn er „WONDERS21“ fyrir þessa ferð.

Nauðsynlegur búnaður

 • Innsta lag; Síðerma peysa og buxur, annað hvort úr ull eða gerfiefni. Gott er að vera með annað innra lag ýfir þetta, einnig úr ull eða gerfiefni, t.d fleece.
 • Fleece jakki, lopapeysa eða primaloft/dún jakki. Göngubuxur eða softshell buxum.
 • Ysta lag; Úlpa og buxur sem anda og eru vatnsheldar.
 • Hlýja vettlinga og hlý húfa.
 • Göngusokkar úr ull eða gerfiefni.
 • Gönguskór sem eru harðir og vatnsheldir með góðum öklasstuðning,
 • Litil bakpoki.
 • Nesti – eitthvað létt að borða eins og samloka og sukkulaði og eitthvað að drekka (áfengislaust).
 • Það er ekki í boði að vera í strigaskóm í þessari ferð.
 • Það er ekki í boði að vera í gallabuxum í þessari ferð.

Hvað er innifalið

 • Hjálm
 • Jöklabrodda
 • Klifurbelti
 • Ísöxi (ef þörf er fyrir)

VETRA STAÐSETNING | BASE CAMP

Jökulsárlón | Gps: 64.048096, -16.178778

SKILMÁLAR

 • Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
 • Nokkuð góðs líkamlegs þols krafist fyrir flestar okkar ferðir.
 • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
 • Það er 48 klst. afbókunarregla; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
 • Ef að ferðin er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
 • Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunnar.
 • Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
 • Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
 • Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.