SNJÓSLEÐAFERÐ Á VATNAJÖKLI

Snjósleðaferð á Vatnajökli

Við hittumst í móttökunni okkar við Hótel Smyrlabjörg 30 mínútum fyrir brottför, þar sem fólk fær hlífðarfatnað og er undirbúið fyrir ferðalagið á jökulinn.

Ferðin byrjar á því að ekið er upp á Skálafellsjökull er skriðjökull sem gengur niður úr suðaustanverðum Vatnajökli, 16 km leið um fjallveg með stórbrotna náttúru til beggja handa.
Þegar upp er komið og áður en ekið er af stað er kennt á vélsleðana. Vel er farið yfir öryggisreglur í akstri og öryggisreglur í umgengi um jökla.

Í um það bil 900 metra hæð byrjar svo stórkostlegt ferðalag inn á jökulinn. Leiðin liggur að Brókarbotnstindi sem er í um 1400 metra hæð og ef veðurguðirnir eru með okkur þá er útsýnið stórfenglegt til allra átta. Má þar helst telja Hvannadalshnjúk, Mávabyggðir og Esjufjöll .

Á leiðinni er stoppað eins og þurfa þykir til að segja frá umhverfinu, njóta útsýnisins og taka myndir.

Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.

ÞYNGDARTAKMÖRK

Sameinuð þyngd tveggja ferðamanna á einum snjósleða má ekki fara yfir 180kg. Ef ferðamennirnir eru yfir 180 kg samtals þá þarf að bóka sitthvorn sleðann. 

Þetta er MJÖG mikilvægt fyrir öryggi við akstur snjósleðanna. 

Fleiri upplýsingar

Hvenær

Þessi ferð er opin frá mars – október.

Lengd ferðar

Um það bil 3 klukkustundir.

Hvað er innifalið?

Leiðsögn
Akstur að og frá jökli
Hjálmur
Hlýr heilgalli
Vettlingar og andlitsskjól/buff

Upphafsstaður

Við hittumst í móttöku okkar sem er við Hótel Smyrlabjörg, 46 km vestan við Höfn og 34 km austan við Jökulsárlón.
GPS hnit 64.2173538,-15.7195644

Mæting í ferðir eru 30 mín fyrir brottför.

Solo rider

Í okkar ferðum er gert ráð fyrir því að tveir og tveir séu saman á sleða. Ef þú vilt vera einn á sleða þarft þú að bæta við “solo rider” í kaupferlinu. Þetta á einnig við ef þú ert að ferðast einn eða í hóp með oddatölum (1, 3, 5 osfrv.), þar sem við erum ekki að para saman fólk sem hefur ekki bókað saman.

Vinsamlegast athugið að “solo rider” er einungis til viðbótar við venjulegan miða (adult ticket) og á ekki að kaupa eitt og sér.
Sem dæmi, ef þið eru 3 að bóka saman þarf að greiða fyrir 3 miða (adult ticket) og 1 solo rider

 

Ef allir vilja vera “solo rider” þá þarf að bóka t.d. 4 venjulega miða (adult ticket) + 4 “solo rider”.

BÓKA FERÐ

Ef þú vilt vera ein/n á sleða eða ert að ferðast í hóp með 1, 3, 5 osfrv. þarft þú að bæta við “solo rider” í kaupferlinu.

Loading...

Núna í boði með 10% afslætti.
Afsláttarkóðinn er “JOURNEY25” fyrir þessa ferð.

SUMAR STAÐSETING | BASE CAMP

Hótel Smyrlabjörg | Gps: 64.2173538, -15.7195644

SKILMÁLAR

  • Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.
  • Góðir skór eru nauðsynlegir.
  • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
  • Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
  • Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
  • Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
  • Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
  • Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
  • Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.
  • Ef að ökumaður eða farþegi snjósleða valda eignatjóni á sleðanum, þá er ökumaður sleðans ábyrgur og þarf því að greiða fyrir viðgerð á sleðanum.