LÚXUS EINKAFERÐ Á BREYTTUM JEPPA
Búðu til þitt eigið ævintýri
Búðu til þitt eigið ævintýri í samráði við leiðsögumennina okkar. Við finnum bestu staðina eftir ykkar óskum og hugmyndum.
Ferðin verður sérsniðin fyrir ykkur og og ykkar áhugamál og verður tekin á ykkar hraða. Ekkert stress, bara gaman.
Þessi ferð er fullkomin fyrir þeim sem vilja sjá og gera svolítið af öllu. Fræðsla verður um Vatnajökul og staðina í kring, notið verður útsýnisins og smakkaður góður og staðbundinn matur.
Ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið sjá eða gera, erum við sveigjanleg og gerum allt til að koma til móts við ykkar óskir til að geta búið til draumaferðina ykkar.
Fleiri upplýsingar
Hvenær
Þessi ferð er opin frá maí – september.
Lengd ferðar
Um það bil 3 klukkustundir
Hvað er innifalið?
Leiðsögn
Snarl úr heimabyggð
Óáfengir drykkir og vatn
Upphafsstaður
Við hittumst í móttöku okkar sem er við Hótel Smyrlabjörg, 46 km vestan við Höfn og 34 km austan við Jökulsárlón.
GPS hnit 64.2173538,-15.7195644
Mæting í ferðir eru 30 mín fyrir brottför.
Verð
Verð frá 320 000 kr
Hvernig á að bóka?
Tekið er við öllum bókunum og svarað spurningum í tölvupósti á netfangið info@glacierjourney.is
SUMAR STAÐSETNING | BASE CAMP
Hótel Smyrlabjörg | Gps: 64.2173538, -15.7195644
SKILMÁLAR
- Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
- Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir..
- Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
- Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
- Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
- Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
- Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
- Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
- Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.