Illikambur Lónsöræfi
Innifalið;
– Akstur til og frá Illakambi á breyttum bílum með nokkrum útsýnisstoppum á leiðinni.
– Mæting er 30 mínútum fyrir brottför hjá Glacier Journey, Víkurbraut 4, Höfn í Hornafirði, eða fyrirfram ákveðnum stað.
Hvar eru Lónsöræfi
Upp frá Lóni, austan Vatnajökuls, gengur fjallahringur, dalir og öræfi er nefnast Stafafellsfjöll. Þau skarta mikilli fjölbreytni í formum og litum sundurskorin af gljúfrum og giljum.
Náttúran þar einstaklega litrík og mikið er um líparít, holufyllingar og fagra steina.
Víða eru grónir balar og ekki ólíklegt að menn rekist á hreindýr á ferð sinni um öræfin. Stafafellslandið er stórkostlegt gönguland fyrir þá sem unna fögrum jarðmyndunum.
STAFAFELLSFJÖLL
Stafafell hefur frá fornu fari verið landmesta jörð í Lóni. Þar var höfuðkirkja sveitarinnar í kaþólskum sið og prestur til 1920. Margar hjáleigur fylgdu jörðinni og upp af einni þeirra byggðist jörðin Brekka. Heimalönd og afréttur í Stafafellsfjöllum er óskipt eign þessara jarða. Ofan bæjar á Stafafelli heitir landið Heimafjall milli Jökulsár og Hlíðarár inn að Hvannagili og Fláatindi. Innan við Hvannagil taka við austurskógar og ná að Sviptungnavarpi við Hnappadalstind. Þar loka hrikaleg gljúfur leiðum fyrir menn og skepnur.
Í heild er þetta svæði nefnt Framfjöll til aðgreiningar frá Innfjöllum sem eru vestan Jökulsár frá Skyndidalsá norður á vatnaskil á Hraunum Innfjöllum tilheyrir einnig Víðidalur.
JARÐMYNDANIR OG LÍFRÍKI
Fjölbreyttar og litríkar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið. Þær eru að meginstofni 5-7 milljón ára gamlar en þær yngstu voru orðnar til á ísöld. Innan friðlandsins og í næsta nágrenni þess eru leifar margra megineldstöðva, svo sem Lónseldstöðvar næst byggð, Kollumúlaeldstöðvar í hjarta friðlandsins, Flugustaðaeldstöðvar á austurmörkum og Eyjabakkaeldstöðvar að norðvestan.
Allar segja þær til sín með súrum gosmyndunum, líparíti og innskotum, og auk þess hefur jarðhiti átt þátt í ummyndun og litauðgi bergs á svæðinu. Síðustu leifar hans er nú að finna í ölkeldum.
Í Kollumúlaeldstöð myndaðist askja um 35 km² að flatarmáli og er mikið magn af brotabergi norðan Illakambs vottur um sprengigos innan hennar.
Gífurlegir rofkraftar ísaldar hafa sorfið landið og gefa því það stórfenglega svipmót sem nú blasir við. Þannig hafa jöklar heflað út Jökulsárdal og Víðidal og árnar síðan bætt um betur með hrikalegum gljúfrum.
Nokkrir fossar prýða svæðið. Fossar í Jökuslá innst í Vesturdal, fagur og hár foss í ánni sem fellur suður úr Vatnadæld, geysihár foss af Suðurfjalli gegnt Tröllakrókum og í Víðidalsá fossar eins og Dynjandi og Beljandi.
Birkikjarr er víða inn með Jökulsá, einna vöxtulegast í Leiðartungum og sunnan í Kollumúla, þar sem einnig vaxa nokkur reynitré. Fjallaplöntur eins og jöklasóley og melasól fylgja skriðum niður undir láglendi og gullsteinbrjótur minnir á sérkenni austfirskrar flóru.
Heimildir eru um að hreindýr hafi gengið í Víðidal og grennd á 19. öld og eftir 1964 hefur oft verið þar margt hreindýra.
BYGGÐ OG BÚSKAPAHÆTTIR
Tvö eyðibýli, Eskifell og Grund í Víðidal, tengja friðlandið við byggðasögu og ævintýralegt mannlíf á 19. öld. Í Eskifelli var búið 1836 – 1863 og á Grund þrisvar á tímabilinu 1835 – 1897, samtals í um 20 ár. Um og eftir aldamótin 1900 fóru Stafafellsbændur að reka fé, aðallega sauði og fráfærulömb , norður fyrir Skyndidalsá og vitna mörg Lambatungnanöfn um búskparhætti fyrri tíðar.
FORN FJALLVEGUR OG FERÐAMENNSKA
Fyrr á öldum lá fjallvegur um þetta svæði með austurjaðri Vatnajökuls og fóru menn þar ríðandi milli landshluta, m.a. úr Norðurlandi á leið í verstöðvar sunnan jökuls. Um þetta vitna fornar vörður og örnefni eins og Norðlingavað á Jökulsá og Víðidalsá. Með tilkomu byggðar í Víðidal seint á 19. öld beindust sjónir á ný að þessum öræfaslóðum og nokkrir lögðu leið sína um þær milli Fljótsdal og Lóns, þar á meðal Þovaldur Thoroddsen fyrstur náttúrufræðinga. Leiðin lá þá eins og nú um Illakamb. Víðidalsbændur komu upp drætti á Jökulsá og Víðidalsá 1892 – 93. Árið 1953 byggðu Lónmenn göngubrú á Jökulsá við gangnakofann í Nesi sem Víðidalsbændur kölluðu Stórahnaunsnes. Frá miðjum 7. áratugnum fór ferðafólk að leggja leið sína um vegslóða inn á Illabamb og tjaldaði undir kambinum.
SKILMÁLAR
- Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
- Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir..
- Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
- Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
- Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
- Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
- Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
- Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
- Lágmarksfjöldi í ferð eru 4 fullorðnar manneskjur.
- Ef að ökumaður eða farþegi snjósleða valda eignatjóni á sleðanum, þá er ökumaður sleðans ábyrgur og þarf því að greiða fyrir viðgerð á sleðanum.