Aðgengi

Við leggjum mikla áherslu á að veita aðgengi fyrir öll.

Við hjá Glacier Journey höfum sett okkur það markmið að veita öllum okkar gestum góða þjónustu og hlýlegt viðhorf. Það var og er okkur því mikilvægt að laga aðgengi að móttökunni okkar.

Við viljum geta tekið á móti þeim sem vilja koma og taka þátt í ævintýrum með okkur þrátt fyrir hreyfihamlanir.

Aðstaðan okkar

Við erum með móttöku fyrir snjósleða og jeppaferðirnar okkar við hliðina á Hótel Smyrlabjörgum. Þar er stórt malarbílastæði og hægt er að aka bifreið nánast alveg upp að pallinum við móttökuna okkar. Það er því stutt að fara á t.d. hjólastól frá bifreið að húsi. Við erum með stóran viðarpall fyrir utan móttökuna og þar er hjólastólarampur til þess að komast frá malarplani og að húsi. Gott rými er svo inni í móttökunni okkar.

Glacier Journey teymið er alltaf tilbúið til að aðstoða ef þess þarf.

Við viljum gera betur

Við vitum að það þarf að huga að mörgu þegar kemur að því að veita gott aðgengi og er markmið okkar að bæta aðstöðuna okkar stöðugt.

Við vitum að það er mikilvægt að fyrirtæki veiti góða aðstöðu fyrir öll og við vonumst til að geta orðið hvatning fyrir önnur fyrirtæki.

Það má alltaf gera betur

Við höfum sett okkur þau markmið að gera alltaf aðeins betur og við tökum vel á móti athugasemdum og endurgjöf.

Við erum stolt af því að deila ævintýrunum okkar með öllum okkar gestum þrátt fyrir hreyfihamlanir og hvetjum við aðra í bransanum til þess að gera slíkt hið sama.

ÞEGAR KOMIÐ ER Í FERÐ MEÐ OKKUR ER GOTT AÐ GISTA Í NÁGRENNINU

Þegar komið er í morgunferð með okkur þá er gott að gista nóttina fyrir einhversstaðar nálægt.

Þegar komið er í seinnipartsferð með okkur þá er gott að gista nóttina á eftir einhversstaðar nálægt.

Ferðatíminn að móttökunni okkar á sumrin – Hótel Smyrlabjörg

Frá Reykjavík tekur það um það bil 5 klst.

Frá Vík tekur það um það bil 3 klst.

Frá Skaftafelli tekur það um það bil 1 klst & 15 mínútur.

Frá Höfn tekur það um það bil 35 mínútur.

Takið eftir – þessir tímar eru gefnir upp miðað við góða færð og gott veður.

Fyrir færð á vegum vegagerdin.is og veðrið vedur.is

Ferðatíminn að móttökunni okkar á veturnar – Jökulsárlón

Frá Reykjavík tekur það um það bil 4 klst.

Frá Vík tekur það um það bil 2 klst.

Frá Skaftafelli tekur það um það bil 50 mínútur.

Frá Höfn tekur það um það bil 1 klst & 10 mínútur.

Takið eftir – þessir tímar eru gefnir upp miðað við góða færð og gott veður.

Fyrir færð á vegum vegagerdin.is og veðrið vedur.is 

Í HVERJU ER GOTT AÐ KLÆÐAST Í FERÐUM MEÐ OKKUR

Í snjósleðaferðum mælum við að þú klæðist í fötum sem eru þægileg og hlý. Gott er að vera í góðum skóm sem eru nokkurn veginn vatnsheldir. Við mælum með að koma með góða hanska og sólgleraugu.

Í íshella- og jöklaferðum mælum við eindregið með að þú klæðist í hlýtt og þægilegt innsta lag og hlýtt, þægilegt og vatnshelt milli- og ysta lag. Við mælum alls ekki með að klæðast í gallabuxum þar sem þær verða þungar, kaldar og óþægilegar þegar það er blautt.

Gott er að muna hvað eyjan okkar er með síbreytilegt veður og að mikilvægt er að vera vel undirbúin þar sem það munar stundum ekki mikils á milli sólskins og snjós.
Minna er í þessu tilefni ekki betra heldur áttu að stefna á það að í öllum aðstæðum vera hlýtt, þægilegt og að vera þurr.
Við mælum auk þess alltaf með að vera með sólgleraugu, bæði sumar sem vetur til.