ÍSHELLAFERÐ

Komdu með að kanna leyndardómana undir jökli

Gríptu tækifæri ævinnar til að kanna íshella í stærsta jökli Íslands og Evrópu. Vatnajökli.

Íshellaferðin byrjar á Jökulsárlóni þar sem er farið á breyttum bílum að íshellinum. Á leiðinni að jökli fræðumst við um jökulinn, fáum tækifæri til að taka myndir og njóta útsýnisins.
Leiðsögumaðurinn útvegar  öryggisbúnað (hjálma og brodda) áður en ferðin hefst og fjörið getur hafist.

Aldurstakmark í þessa ferð er 8 ára

Lengd ferðar er um það bil 2,5 klst

Fleiri upplýsingar

Hvenær

Þessi ferð er opin frá nóvember til mars.

Lengd ferðar

Um það bil 2,5 klukkustundir.

Hvað er innifalið?

Leiðsögn
Akstur frá og til Jökulsárlóns
Mannbroddar og hjálmur.

Upphafsstaður

Við hittumst á Jökulsárlóni – Glacier Lagoon, 15 mínútum fyrir brottför.
GPS hnit; 64.048096,-16.17877

Plan B

Það þarf stundum að aflýsa íshellaferðum, aðallega vegna slæmrar veðurspár eða aðstæðna á jökli eða í íshelli. Þetta er gert til að tryggja öryggi gesta og leiðsögumanna. Plan B er þá til staðar og við gerum eithvað skemmtileg til að skapa góðar minningar, við bjóðum uppá Jeppaferðina okkar Svartar strendur. Þar sem við munum sjá rústir fyrsta flugvallar svæðisins og Hvanneyjarvita. Þú færð að sjá eina erfiðustu innsiglingu Íslands. Þar eru forvitnir selir sem fylgjast grannt með okkur á meðan við njótum útsýnisins og fjallahringsins. Að lokum keyrum við svo upp að mögnuðu jökullóni við Heinabergsjökul eða Fláajökul. Þar eru oft stórar hreindýrahjarðir sem við gætum séð á leið okkar upp að lóninu.

BÓKA FERÐ

Loading...

Núna í boði með 10% afslætti.
Afsláttarkóðinn er “CAVES24” 

VETRAR STAÐSETNING | BASE CAMP

Jökulsárlón | Gps: 64.048096, -16.178778

SKILMÁLAR

  • Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
  • Nokkuð góðs líkamlegs þols krafist fyrir flestar okkar ferðir.
  • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
  • Það er 48 klst. afbókunarregla; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
  • Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
  • Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
  • Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
  • Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
  • Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.