SNJÓSLEÐAFERÐ Á VATNAJÖKLI
Við hittumst í Flatey á Mýrum sem er eitt stærsta kúabú landsins, afar fullkomið og glæsilegt hvar sem litið er.
Í Flatey er notalegur veitingastaður sem býður uppá veitingar af ýmsu tagi og á vægu verði.
Einnig er hægt að skoða yfir fjósið og kynnast ögn lífinu í sveitinni.
Í Flatey fær fólk hlífðarfatnað og er undirbúið fyrir ferðalagið á jökulinn.
Ferðin byrjar á því að aka upp á Skálafellsjökli sem er skriðjökull frá Vatnajökli 16 km á fjallvegi með stórbrotna náttúru til beggja handa.
Áður en ekið er af stað er kennt á sleðana, vel er farið yfir öryggisreglur í akstri og öryggisreglur í umgengi um jökla.
Í um það bil 900 metra hæð byrjar svo stórkostlegt ferðalag inná jökulinn,leiðin liggur að Brókarbotnstindi sem er í um 1400 metra hæð og ef veðurguðirnir eru með okkur þá er útsýnið stórfegnlegt til allra átta. Má þar helst telja Hvannadalshnúk, Mávabyggðir og Esjufjöll .
Á leiðinni er stoppað eins og þurfa þykir til að segja frá umhverfinu, njóta útsýnisins og taka myndir.
Núna í boði með 10% afslætti.
Afsláttarkóðinn er “JOURNEY2020” fyrir þessa ferð.
STAÐSETNING
Sumar staðsetning
Frá mars til október:
Flatey, 30 mín fyrir brottför. Flatey kúabú og er staðsett 38 km vestur frá Höfn og 42 km austan við Jökulsárlón-Glacier Lagoon
GPS hnit 64.259367,-15.583086
(google maps: Glacier Journey – summer location)
info@glacierjourney.is | sími: +354 478 1517 or +354 867 0493
Lengd: sirka. 3 klst.
Þegar bókaðar eru oddatölur; 1,3,5 o.s.frv. þarf að bóka “solo rider”
SUMAR STAÐSETNING | BASE CAMP
Flatey á Mýrum | Gps:64.258498, -15.584872
SKILMÁLAR
- Ökuréttindi eru nauðsynleg fyrir þá sem keyra snjósleðann.
- Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
- Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir..
- Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
- Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
- Ef að ferðin er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
- Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunnar.
- Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
- Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
- Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.
- Ef að ökumaður eða farþegi snjósleða valda eignatjóni á sleðanum, þá er ökumaður sleðans ábyrgur og þarf því að greiða fyrir viðgerð á sleðanum.