Skíða og brettanámskeið

Fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og 11- 14 ára

BYRJAR 4. JÚNÍ 2020
NÝ NÁMSKEIÐ BYRJA ALLA FIMMTUDAGA

Hámark 12 börn á hverju námskeiði sem 4 daga námskeið, dagskrá frá kl.10:00-15:00 alla dagana.

Fyrsta námskeiðið hefst fimmtudaginn 4 júní , ný námskeið hefjast alla fimmtudaga þar frá.

Dagskrá námskeiðs:
Daginn fyrir námskeið kl 18:00

Við hittumst í veitingastaðnum í Flatey, kynnumst hvert öðru, tölum um hvernig kennslunni er háttað, fórum yfir hvernig skíðabúnaður virkar svo allir hafi sinn búnað tilbúinn og hvað við viljum sjá nemendur geta eftir námskeiðið. Þeir nemendur sem koma með sinn eigin búnað fara yfir sinn búnað með kennurum til að vera viss um að allt sé rétt still og virki vel.
Á þessum degi láta foreldrar kennara vita ef börnin eru með ofnæmi eða annað sem tengist heilsufari barnanna og nauðsynlegt er fyrir kennara að vera meðvitaðir um.

Dagur 1: Fullur kennsludagur.
Dagur 2: Fullur kennsludagur.
Dagur 3: Fullur kennsludagur.
Dagur 4: Hálfur kennsludagur ,að honum loknum sýning fyrir foreldra og einnig fá foreldrar útskýringar hvað börnin lærðu á námskeiðinu . Hvar styrkleikinn er og einnig hvað þau þyrftu að leggja meiri áherslu á ef það á við.

Glacier Journey er í samstarfi við Hótel og Gististaði sem veita allt að 50% afslátt á gistingu til þeirra sem koma lengra að á námskeiðin

INNIFALIÐ

Akstur frá Flatey á Mýrum að skíðasvæði og til baka að Flatey, heitur drykkur með hádegisverði (te eða kakó).

Nemendur koma með sitt eigið holla og góða hádegisnesti, sælgæti og gos er ekki leyfilegt.

VERÐ: 40.000 kr.

Akstur frá sundlaug Hafnar að Flatey kl.8:30 stundvíslega. kr. 500.- fram og til baka.
Þeir nemendur sem þurfa skíðaútbúnað leigðan geta leigt hjá okkur kr. 1.000.- pr. dag og hafa þá þann búnað út námskeiðið.
Við leigjum ekki skíðagalla/kuldagalla , skíðagleraugu og vettlinga.
Kennarar á námskeiðunum eru með skíða og bretta kennararéttindi og mikla reynslu í að kenna börnum.
Hafið í huga að börnin læra mest ef foreldrar eru í hæfilegri fjarlægð.
Vinsamlega mætið tímanlega.
Skráning á námskeiðin er í gegnum tölvupóst info@glacierjourney.is

A.T.H
Tómstundastyrkur sveitarfélags Hornafjarðar nýtist fyrir þessi námskeið.

Myndir eru úr fyrrum námskeiðum kennarana Andrei og Mariu Boghean.