JEPPAFERÐ

SVARTAR STRENDUR

Svartar strendur, jökullón og magnað útsýni

Fleiri upplýsingar

Upplifðu Ísland eins og þú hefur aldrei gert áður.

Komdu með í jeppaferðina okkar um svartar strendur Suðurfjara. Við munum sjá rústir fyrsta flugvallar svæðisins og Hvanneyjarvita.

Þú færð að sjá eina erfiðustu innsiglingu Íslands. Þar eru forvitnir selir sem fylgjast grannt með okkur á meðan við njótum útsýnisins og fjallahringsins.

Að lokum keyrum við svo upp að mögnuðu jökullóni við Heinabergsjökul eða Fláajökul. Þar eru oft stórar hreindýrahjarðir sem við gætum séð á leið okkar upp að lóninu.

Vanur leiðsögumaður deilir með ykkur upplýsingum um flugvöllinn, innsiglinguna, umhverfið og jöklana og áhrif þeirra á umhverfið okkar.

Á leiðinni er stoppað eins og þurfa þykir til að segja frá umhverfinu, njóta útsýnisins og taka myndir.

 

Glacier Journey eru einnig með sérsniðnar jeppaferðir. Tekið er við öllum bókunum og svarað spurningum í tölvupósti á netfangið info@glacierjourney.is

Hvenær

Opið er fyrir jeppaferðir um svartar strendur frá nóvember – mars

Lengd ferðar

Um það bil 3 klukkustundir

Hvað er innifalið ?

Leiðsögð ferð á breyttum jeppa

Hellings fjör

Upphafsstaður

Við hittumst í móttöku okkar sem er við Hótel Smyrlabjörg, 46 km vestan við Höfn og 34 km austan við Jökulsárlón.
GPS hnit 64.2173538,-15.7195644

Mæting í ferðir eru 30 mín fyrir brottför.

BÓKA FERÐ

Núna í boði með 10% afslætti.

Afsláttarkóðinn er “BLACKBEACH25” fyrir þessa ferð. 

SUMAR STAÐSETNING | BASE CAMP

Hotel Smyrlabjörg | Gps: 64.2173538, -15.7195644

SKILMÁLAR

  • Góður útivistarfatnaður og gönguskór er nauðsynlegur.
  • Nokkuð góðs líkamlegs þols er krafist fyrir flestar okkar ferðir.
  • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að láta leiðsögumann okkar vita ef viðkomandi glímir við einhvern heilsubrest.
  • Það er 48 klst. afbókunarreglur; viðskiptavinir fá 90% endurgreiðslu ef þeir hætta við ferð 48+ klst fyrir brottför. Ef hætt er við með minna en 48klst fyrirvara þá er engin endurgreiðsla í boði.
  • Ef að ferðinni er aflýst af Glacier Journey af einhverri ástæðu, t.d. vegna veðurs þá fá viðskiptavinir fulla endurgreiðslu.
  • Glacier Journey tekur ekki ábyrgð á slysum/eignaspjöllum sem viðskiptavinir valda eða er hægt að rekja til óábyrgrar hegðunar.
  • Viðskiptavinir eru á eigin ábyrgð í öllum ferðum Glacier Journey.
  • Glacier Journey getur ekki ábyrgst það að það sé ekki annað fólk á sama tíma og sama svæði frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
  • Lágmarksfjöldi í ferð eru 2 fullorðnar manneskjur.